Harry Styles kom Kendall Jenner svakalega á óvart á 21 árs afmælinu hennar. „Kendall varð ekkert smá hissa þegar hún fékk óvænta heimsókn að morgni afmælisdags síns. Harry vildi vera eitt fyrsta andlitið sem Kendall myndi sjá á afmælisdaginn hennar og mætti heim til hennar með afmælisgjöfina hennar,“ sagði heimildarmaður HollywoodLife.
Sjá einnig: Er Kendall Jenner lasin?
„Harry keyrði til hennar í Los Angeles og var kominn til hennar kl 10:30, 3. nóvember en stoppaði bara í klukkutíma. Hann hafði verið í afmælisveislu hjá henni kvöldið áður en vildi líka mæta heim til hennar.“