
Bæði fléttur og fallegar spennur hafa verið áberandi á tískupöllum, frumsýningum og hinum ýmsu rauðum dreglum undanfarið. Samkvæmt spekingum og spámönnum tímarita, á borð við Glamour og Marie Claire, er þetta hártískan sem verður hvað vinsælust nú með hækkandi sól.
Kannski að ég grafi upp hárspennurnar sem ég skreytti mig með á fermingardaginn árið 1999. Sýnist það vera vel við hæfi.
Æ, fléttur eru bara svo klassískar. Alltaf flottar.
Tengdar greinar:
Nýjar hárvörur komnar til Íslands
Sjarmerandi: Hár og förðun undanfarin 100 ár á 60 sekúndum
Oslo Trend Week: Sterkar og ögrandi línur í norskri hátísku
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.