Þegar þú krullar hárið með krullujárni eða sléttujárni krullaðu það þá frá miðjunni og niður en ekki í endunum. Krullurnar renna síður úr með þessari aðferð.
Hreinsaðu hárburstana eftir hverja notkun og haltu þeim hreinum
Svona áttu að krulla hárið með sléttujárni
Lærðu hvaða hárbursti gerir hvað
Þú getur litið út fyrir að vera með topp ef þú setur taglið svona í þig
Notaðu sléttujárn til að búa til fallegan sveip í hárið
Láttu hárið líta út fyrir að vera þykkara með því að setja tvöfalt tagl í það.
Búðu til krullur með hárbandi. Sofðu með það yfir nóttina og þegar þú vaknar um morguninn fjarlægir þú það og Hollywood krullurnar ættu ekki að láta á sér standa
Breyttu spennunum í klístraðar spennur með hárlakki. Þannig renna þær síður úr sléttu hári.
Prófaðu þig áfram og notaðu mismunandi tækni til að búa til öðruvísi krullur
Það er ekkert mál að fá sér boho krullur, notaðu bara þessa tækni.
Snúðu spennunum rétt. Krullaða hliðin á að snúa niður og sú slétta upp.
Notaðu litla klemmu til að fá meiri fyllingu í taglið
Notaðu barnapúður og krullujárn og búðu til fallega hárgreiðslu eins og þessa.
Leka allar krullur úr hárinu? Notaðu sléttjárn og álpappír til þess að fá krullurnar til að endast.
Sléttujárnið getur gefið stuttu og líflausu hári fyllingu og líf með því að nota það á þennan hátt
Fléttaðu hárið í nokkrar fléttur, rúllaðu yfir þær með sléttujárni og þú ert komin með fallegar fléttukrullur.
Ef þú vilt að hárið sé rennislétt ofan á kollinum settu þá smá hárlakk í lófana á þér áður en þú ferð að vinna með hárið
Þú getur látið sítt hár virðast styttra með þessu trikki
Ef þú ert með brjálæðislega krullað hár getur þú bundið það upp í hinn svokallaða ananas til þess að vernda krullurnar á meðan þú sefur.
Útrýmdu úfnu hári með því að úða hárslakki á tannbursta og greiða yfir hárgreiðsluna
Ef þú ert með rosalega sítt og mikið hár þarftu ekki að þvo þér um hárið á hverjum degi heldur aðeins toppinn.
Ef hárið á það til að úfna skaltu pressa það með handklæðinu í staðin fyrir að nudda það.
Önnur leið til að losna við úfið hár, sofðu með húfu
Til að fá fullkominn snúð í hárið, notaðu þá snúningsspennur í stað þreirra klassísku