Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. Þessi gæti verið æðislegur um jólin.
Þessi ís er svokallaður semifreddo, orðið þýðir hálf frosinn eða hálf kaldur. Hann er fljótlegur og einfaldur og það þarf ekki ísvél til að búa hann til eða óteljandi ferðir í frystinn til að hræra upp í ísnum.
Hátíðarís fyrir 4-6
- 3msk mjög sterkt kaffi (espresso uppáhelling)
- 4 eggjarauður
- 4 eggjahvítur
- 100g sykur
- 350ml rjómi
- 150 gr súkkulaði
Undirbúningstími: 20 mínútur
Frysting: 12 klst lágmark(yfir nótt er best)
Klæddu 1L að innan með plastfilmu eða plastpoka.
Þú þarft 3 góðar skálar.
Settu kaffið, eggjarauður og sykur í skál og hrærðu vel saman.
Settu eggjahvítur í aðra skál og rjómann í enn eina skálina.
Þeyttu eggjahvíturnar þar til þær eru stífar.
Þeyttu eggjarauðublönduna þar til hún er þykk.
Þeyttu rjómann.
Blandaðu rjómanum varlega í eggjarauðublönduna, blandaðu þar næst eggjahvítunum út í rjómann og eggjarauðublönduna.
Saxaðu 100gr af súkkulaði af eigin vali og blandaðu varlega saman við íslbönduna.
Helltu í mótið og settu í frysti. Geymist í frysti í 1 mánuð.
Þegar þú ætlar að bera ísinn fram þá losarðu hann úr mótinu og flettir plastfilmunni utan af og skerð eða rífur niður 50gr af súkkulaði yfir ísinn.
Endilega smellið einu like-i á
á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.