Hátískuhús Valentino kynnir drifhvíta viðhafnarlínu í New York

Drifhvítir og blúndum lagðir kvöldkjólar, snjóleit pils og gagnsæjar skyrtur með pífum og tjulli; rósum prýddir rúllukragar. Framúrstefnuleg, látlaus og kvenleg snið. Allt þetta og meira til mátti bera augum frá tískuhúsi Valentino þegar þriðja hátískulína Valentino ársins 2014 var kynnt nú í vikunni.

Kyrrð og yfirvegun, kvenleiki og létt yfirbragð einkennir línu hátískuhússins, en tískuljósmyndarinn Greg Kessler tók þessar myndir að tjaldabaki í Witney Museum of Art meðan fyrirsæturnar biðu þess að vera kallaðar fram.

.

screenshot-www.crfashionbook.com 2014-12-11 17-26-21

screenshot-www.crfashionbook.com 2014-12-11 17-27-27

screenshot-www.crfashionbook.com 2014-12-11 17-19-29.

Aðalhönnuðir Valentino, þau Maria Grazia Chiuri ásamt Pierpaolo Piccioli sviptu hér hulunni af leynd þeirri sem hvílt hefur yfir viðhafnarlínunni sem er ætlað að fagna opnun nýjasta flaggskips Valentino á Fifth Avenue.

.

screenshot-www.crfashionbook.com 2014-12-11 17-30-40

.

Allt frá tælandi einfaldleika til nær sjálflýsandi siffonkjóla og frá kasmír til tjullkraga og örsmárra leðurblóma sem ísaumuð í viðhafnarkjóla eru leiðandi öfl í viðhafnarlínunni – línan er einföld og stílhrein í eðli sínu en smáatriðin eru mögnuð og nær ævintýraleg.

 .

screenshot-www.crfashionbook.com 2014-12-11 17-13-40 (1)

screenshot-www.crfashionbook.com 2014-12-11 17-23-20

screenshot-www.crfashionbook.com 2014-12-11 17-15-05

.

Sjálf línan er ástríðufullur óður til hinnar rómuðu hvítu línu Valentino Garavani, sem stofnaði tískuhúsið og kynnti hvítu línuna árið 1968 en sýningin var með rómantísku sniði og mátti sjá orðin LOVE NY bróderuð í síðkjólana ef vel var að gáð.

Hér má sjá sjálfa sýninguna í heild sinni, sem fram fór í hinu rómaða Whitney Museum of Art sem staðsett er á Manhattan, New York þann 10 desember 2014:

Heimild: CR Fashion Book

Tengdar fréttir:

Hátískuhönnuðurinn Valentino gefur út (glútenfría) matarbiblíu

Gucci vor og sumar 2015: Guðdómlega sækadelísk seventís tíska í Milano

16 ráð til fágunar í fötum

SHARE