Nú hafa vinningshafar verið tilkynntir sigurvegarar á fyrstu tískuhátíðinni í Los Angeles en þar eru veitt verðlaun í hátísku Hollywood og á sér enga hliðstæðu. Verðlaun hlutu Jeremy Scott fyrir hönnun ársins í kvenfatnaði. Italo Zucchelli frá Calvin Klein fékk verðlaun fyrir hönnun ársins í karlmannsklæðnaði og Christian Louboutin fyrir skóhönnun ársins. Ariel Foxman fékk verðlaun fyrir tískutímarit ársins og Ann Caruso var stílisti ársins.
Kynnar á hátíðinni voru ekki af verri endanum en það voru þau Drew Barrymore, Dita Von Teese, Armie Hammer, Paul Marciano, Kanye West og fleiri, en hátíðin fór fram á Sunset Tower hótelinu í Los Angeles.
Daily Front Row hefur verið starfandi síðan árið 2001 og hefur lagt áherslu á hátísku alveg frá byrjun. Þau fylgjast með af fremsta bekk á tískusýningum, skoða bakgarða í Hamptons, fylgjast grannt með Óskarsverðlaununum og Golden Globes. Sérfræðingar vilja meina að þú sért ekki orðin stór í tískunni fyrr en þú hefur komist í The Daily.
Moroccanoil® var stoltur styrktaraðili hátíðarinnar en vörurnar eru vel þekktar hér á landi en þær voru settar á markað fyrir 7 árum síðan. Vörurnar eru einstakar og þeirra einstöku formúlur gefa öllum týpum af hári, heilbrigt, glansandi, fallegt útlit. Í dag eru þessar lúxusvörur seldar í um 60 löndum um allan heim.
Myndir eru eftir Josh Norton frá Getty images
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.