Heather Locklear í sinni fimmtu meðferð

BEVERLY HILLS- CA - AUGUST 16: In this handout photo provided by Discovery, Actress Heather Locklear attends TLC "Too Close To Home" Screening at The Paley Center for Media on August 16, 2016 in Beverly Hills, California. (Photo by Amanda Edwards/Discovery via Getty Images)

Heather Locklear (55) hefur farið í sína fimmtu meðferð. Sagt er að Heather hafi brunnið út í kringum áramótin.

Hátíðirnar eru ekki alltaf eintóm gleði og hamingja hjá öllum. Nýtt ár getur verið að mikill stressvaldur og jafnvel valdið þunglyndi. Það virðist hafa verið eitthvað svoleiðis að angra Heather því hún er komin í meðferð og er að vinna að því hörðum höndum að bæta líf sitt.

 

Sjá einnig: Selena Gomez verður í meðferð í nokkra mánuði

„Núna er ég að vinna að því að hnýta alla lausa enda svo ég geti tekist á við árið 2017 af fullum krafti,“ sagði Heather við Page Six.

Það hefur gengið á ýmsu í gegnum tíðina hjá Heather en árið 2008 hringdi læknirinn hennar í neyðarlínuna og sagði að Heather væri að reyna að fyrirfara sér. Sama ár lét hún leggja sig inn á spítala í Arizona vegna geðrænna vandamála, þar á meðal kvíða og þunglyndi.

 

 

SHARE