Litla krúttið sem tróð upp hjá Ellen De Generes; fjögurra ára skottið sem steig á svið með mömmu sinni, sem er danskennari og rúllaði Beyoncé upp er snúin aftur.
Angaskinnið sem tók dansspor Beyoncé í nefið á sviði er ekki bara fáránlega hæfileikarík, hún er með sína eigin rútínu – en mamma hennar samdi dans sem hún og vinkonur hennar stigu úti á götum stórborgarinnar og auðvitað, hvað annað, ók Heaven King (hún heitir því nafni, já) um á bleika rafmagnsbílnum sem Ellen De Generes færði henni að gjöf þegar þær mæðgur tóku sporið í sjónvarpssal fyrir stuttu.
Sjá einnig: „Ég ER dansari!” – Fjögurra ára tekur Beyoncé hjá Ellen og slær í gegn
Það var mamma Heaven litlu sem tók myndbandið upp og póstaði því á YouTube en hér má sjá svölustu börn í heimi – dansa við lagið Watch Me (Whip/Nae Nae) með Silento … þetta eru SVÖLUSTU BÖRN heims!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.