Hefur lent í ýmsum áföllum – „Sigga ekki vorkenna þér“

Við erum öll að berjast við að láta okkur líða vel en sumir dagar eru einfaldlega verri en aðrir dagar.

Í þessu myndbandi viðurkennir Sigríður Klingenberg að hún eigi stundum erfiða daga og vorkenni sér alveg agalega. Hún segist sjálf vera með sár á sálinni, hafa lent í mistnotkun og einelti sem hafi sett sín spor. Hins vegar sé það engum manni hollt að velta sér upp úr sjálfsvorkuninni til lengdar.

„Mamma mín sagði alltaf við mig; Sigga, ekki vorkenna þér“

„Á meðan að ég er að vorkenna mér svona þá er ég að draga sjálfa mig niður. Þegar ég dreg sjálfa mig niður þá líður mér illa. Svona gengur þetta koll af kolli og hlutirnir fara að ganga illa hjá manni,“ segir Sigga Kling um sjálfsvorkunina.

Tengdar greinar:

Sigga Kling: „Sagði upp húsmóðurhlutverkinu“

„Ég reyndi að fremja sjálfsmorð“ – Sigga Kling um þunglyndi

Sigga Kling – „Mistökin eru skemmtilegust“

SHARE