ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is
————————
Hæ ég hef ákveðið að segja ykkur stuttu útgáfu mína af nauðgun/misnotkun. Ég er 14 ára stelpa sem hefur tvisvar verið nauðgað/misnotuð. Þið eruð örugglega að velta því fyrir ykkur afhverju ég skrifa alltaf nauðgað/misnotað,ástæðan er þessi, ég hef aldrei vitað og mun líklegast aldrei vita hvort mér var nauðgað eða hvort ég hafi verið misnotuð.
Fyrsta skiptið sem mér var nauðgað/misnotuð var ég aðeins í 2. bekk aðeins 7 ára gömul. Þá var ég það ung að ég skildi ekkert hvað væri í gangi. Ég skyldi ekki hvað bestu vinir mínir væru að gera? Þetta byrjaði allt bara á saklausum feluleik, ég hugsa oft með mér: „Gat ég ekki séð þetta fyrir mér og sagt nei við feluleiknum því þá hefði þetta aldrei nokkurtímann gerst?“, en ég veit að þetta var ekki mér að kenna.
Mörg ykkar halda að ég geti nú ekki kallað þetta nauðgun því að þetta voru nú bara 9 ára drengir sem vissu ekkert hvað þeir voru að gera? En nei aldurinn skiptir engu máli ENGU! Oft þegar ég tala við fullorðna um þetta mál verða þau hissa og jafnvel segja við mig að þeir vissu ekki betur svona ungir. Aldurinn skiptir engu máli, sama hvort manneskjan sé 20 árum eldri eða bara 1 árs.
Eins og ég sagði þá byrjaði þetta kannski með feluleik en þetta endaði með hnífum og þegar ég segi hnífum er ég alls ekki að tala um einhverja smjörhnífa,nei heldur þessa stóru beiddu. En það sem mér fannst verst var það að besta vinkona var með mér þegar þetta gerðist, en nei, hún reyndi ekki einu sinni að hjálpa mér hún hló og hélt niðri fótunum mínum.
Ég jafnaði mig aldrei eftir þetta og mun líklegast aldrei gera það. En þetta varð ekkert betra. Árið 2012 um sumarið nauðgaði/misnotaði besta vinkona mín mér, sem vissi að mér hafi áður verið nauðgað/misnotað.
Við vorum á Egilstöðum þegar þetta kom fyrir heima hjá afa hennar í tvær heilar vikur og ég þurfti að þola þetta í tvær vikur. Þetta var mikið verra enn það sem kom fyrir í 2.bekk því ég var ekki með síma eða neitt og ég gat ekkert hlaupið heim því ég var á Egilsstöðum. Ég sagði nei en samt það lágt að hún heyrði ekki í mér, því ég var alltaf svo hrædd um að hún myndi bara reka mig út úr heimilinu sínu. Í dag sé ég svo eftir því að hafa ekki bara öskrað NEI!
Sumt fólk sem veit af þessu kallar mig nú til dags lessu, hóru, druslu, tussu, tík og afhverju ég hafi eyðilagt líf grey stelpunnar o.s.frv.
Nú til dags á ég erfitt með að klæða mig í kringum annað fólk og ég er kölluð feit, belja, fíll og flóðhestur því það halda allir að ég þori ekki að klæða mig fyrir framan aðra vegna þess að ég er feit? Fólk veit ekkert hvað maður hefur gengið í gegnum! Það er alveg ömurlegt að vera búinn að missa sjálfstraustið útaf einhverju svona og vera síðan kallaður allskyns nöfnum.
Krakkar viljið þið bara gera mér einn greiða? Viljið þið hætta að kalla fólk nöfnum þegar þið vitið ekkert hvað manneskjan hefur gengið í gegnum.
Kær kveðja: Nafnlaus