Hefur þú efni á að senda barnið þitt í íþróttir?

ATH. Í Þjóðarsálinni birtist efni sem okkur er sent, efnið þarf ekki að endurspegla okkar skoðun eða viðhorf.

Hún.is

Við erum nemendur við menntavísindasvið í Háskóla Íslands og okkur var fengið það verkefni að koma máli á dagskrá um hvort stéttarstaða hafi áhrif á íþróttaiðkun barna.

Við þurftum nú ekki að velta þessu lengi fyrir okkur til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé blákaldur sannleikurinn í Íslensku samfélagi að stéttarstaða foreldra hefur áhrif á íþróttaiðkun barna. Í dag eru margar fjölskyldur sem hafa ekki efni á að framfleyta fjölskyldu sinni á þeim tekjum sem það fær á mánuði. Því gefur það augaleið að þá getur ekki verið eftir peningur til að bjóða börnunum sínum upp á að stunda íþróttir. Æfingargjöld eru oft mjög dýr og þó svo að fólk vilji leyfa börnunum sínum að stunda íþróttir þar sem það er bæði heilsueflandi og auki félagsþáttöku þeirra, þá hefur það einfaldlega ekki peninga til þess.

Samkvæmt 31. grein í barnasáttmála sameinuðu þjóðana sem var lögfestur á Íslandi núna í febrúar, segir að börn eigi rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa þeirra aldri og að einnig skuli aðildarríki stuðla að því að veita börnum jöfn tækifæri til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Því ætti að stuðla meira að því að veita börnum jöfn tækifæri á að stunda íþróttir og ætti stéttastaða foreldra ekki að koma í veg fyrir að börn fái að stunda þær íþróttir sem þeim langar til.

Við spurðum nokkra foreldra hvað þau hefðu að segja um þetta málefni og voru þessir foreldrar voru úr missmunandi hópum samfélagsins. Allir voru á sama máli um að stéttastaða foreldra hefði áhrif á íþróttaiðkun barna og einnig komu upp nokkrar góðar hugmyndir um hvað hægt væri að gera til að öll börn hefðu jafnan rétt til að stunda þá íþrótt sem þeim langar til óháð stéttastöðu foreldra sinna.

Ein hugmynd sem var mjög áhugaverð hljóðaði þannig að íþrótta og tómstundastyrkurinn sem flest hver sveitafélög veita börnum í sínu sveitafélagi með það að markmiði að auka möguleika barna og unglinga til þáttöku í íþróttum og/eða tómstundastarfi ætti ef til vill að vera tekjutengdur. Þannig að foreldrar sem hafa lágar tekjur fengju hærri styrk sem myndu ná að dekka meira æfingargjöldin því þá ættu þau meiri möguleika á að bjóða börnunum sínum upp á að stunda einhverja íþrótt. Barnabætur eru tekjutengdar svo af hverju gæti þetta ekki líka verið tekjutengt. Önnur hugmynd var að æfingargjöldin ættu að haldast í hendur við fjárhag foreldra og ættu því að vera lægri fyrir tekjulága foreldra.

Þetta er málefni sem hægt er að velta fyrir sér. Flestir virðast vera sammála því að stéttaskipting hafi áhrif á íþróttaiðkun barna og margir af þeim sem við töluðum við hafa þurft að velja íþróttir fyrir barnið sitt sem er með ódýrari æfingargjöld í stað þess að leyfa barninu að fara í þá íþrótt sem það langar meira til. Auk þess sem sumir nefndu að þó svo að þau gætu borgað æfingagjöldin þá væru þau ekki nema brot af kostnaði á íþróttaiðkun barna. Þar ætti eftir að bæta inn í kostnaði við keppnisferðir, búnað og fleira.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here