Það er eitthvað hræðilegt við það að gera sig að fífli eða lenda í vandræðalegum aðstæðum. Það er eitthvað sem ekkert okkar vill lenda í.
Sjá einnig: Fáránlegir hlutir sem ástfangnir láta út úr sér!
Hver hefur ekki lent í því að vera að gera eitthvað og svo allt í einu poppar upp í huga þínum eitthvað skelfilega vandræðalegt sem kom fyrir þig fyrir löngu og þú endurupplifir tilfinninguna upp á nýtt. Sú stund sem þú vildir að jörðin myndi gleypa þig, gleypir þig næstum aftur löngu síðar. Við höldum líka að allir viti af því hvað gerðist eða hvað þú gerðir svona rosalega vandræðalegt!
Raunin er sú að við munum oftast bara sjálf, hversu vandræðalegt það var og þeir sem urðu vitni af klaufaskapnum, muna það í fæstum tilfellum áfram og eru alls ekki að hugsa um það eins reglulega og við í langan tíma. Fólk hefur sinn eigin vandræðaskap að hugsa um og eyðir ekki orku í að hugsa um þinn.
Samt sem áður hugsum við aftur og aftur um það vandræðalega sem við lentum í. Það stoppar okkur í sporunum og lætur okkur langa til að skipta um nafn, hverfa af yfirborði jarðar, láta jörðina gleypa okkur, hverfa á eyðieyju og enda ævidagana þar og aldrei vera aftur í kringum þá sem urðu vitni af þessum skelfilega atburði sem við sjáum ítrekað fyrir í huganum okkar. Skömm getur verið svo bugandi.
Enginn getur komist hjá þér að verða sér til skammar í lífinu en við lítum framhjá þeirri staðreynd að við lærðum af þessari upplifun. Málið er gott líf er stútfullt af stundum sem þú hefur gert sjálfan þig að fífli, orðið þér til skammar, lært af því og látið þig hugsa um að gera betur næst. Þú hefur kannski lagt hjartað þitt að veði og fengið höfnun, drukkið of mikið og gert eitthvað kjánalegt, hlegið of hátt svo allir heyrðu eða flogið á hausinn í margmenni. Prófaðu að hugsa um það jákvæða við aðstæðurnar og hættu að hugsa um þetta sem endilega neikvæða upplifun.
Sjá einnig: Vandræðalegt! – FBI maður klifrar yfir grindverk – Myndband
Stundum þegar maður er að vera fyllilega maður sjálfur og samkvæmur sjálfum sér, eigum við það til að gera okkur að fífli. Við höfum fengið höfnun fyrir að láta tilfinningarnar vaða til einhverns. Dottið við að hlaupa of hratt niður stiga, misstigið okkur, flogið á hausinn, misst allt dótið okkar úr veskinu, svo allir sáu innihaldið, gleymt að laga sundfötin áður en þú ferð út úr sundklefanum, svo dæmi séu tekin. En líkurnar á því að einhver annar en þú muni það eru hverfandi með hverri mínútunni sem líður og líkurnar á því að þú lendir í þessum aðstæðum aftur eru líka hverfandi.
Að skammast sín eru aukaverkanirnar af því að vera hugrakkur og láta vaða. Við viljum ekki verða okkur til skammar en við viljum samt eiga besta lífið og geta gert það sem við viljum og að gera sig að fífli er bara partur af því. Það er til að minna okkur á að það er ekki hægt að takast til í hvert skipti og það er gott að vita af því að við fórum út fyrir þægindarammann. Prófum að snúa mistökunum upp í jákvæðni og þú munt passa þig á því hvað þú geymir í töskunni ef ske kynni að þú munir missa allt úr henni fyrir framan þá sem ekki mega sjá.
Heimildir:Thoughtcatalog
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.