Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sagði frá því á Twitter á dögunum að hún væri búin þyngjast um 23 kíló á þessari meðgöngu. Eins lét hún það fylgja að hún hefði sko nóg að gera eftir að barnið kæmi í heiminn.
Sjá einnig: Kim dettur næstum úr kjólnum sínum
Sex vikur eru þangað til að sonur Kim og Kanye kemur í heiminn.
Kim Kardashian heldur því fram að hún hafi þyngst alltof mikið þegar hún gekk með frumburð sinn, hana North West, en þá þyngdist hún um rúmlega 22 kíló. Og að eigin sögn átti hún í miklu basli við að losa sig við aukakílóin eftir að North kom í heiminn.