Ofurfyrirsætan Heidi Klum gerði sér lítið fyrir og stillti sér upp við pálmatré ber að ofan. Myndina birti hún á Twitter síðu sinni.
Undir myndina skrifaði hún: “Síðasti dagurinn í paradís. Ég elska Bora Bora”
Heidi hefur undanfarið verið stödd á einkaeyju ásamt kærasta sínum, lífverðinum Martin Kristen. Heidi hefur leyft aðdáendum að fylgjast með fríinu en hún hefur verið dugleg að birta myndir af sér á ströndinni. Fyrirsætan sem er 44 ára gömul og er fjögurra barna móðir lítur alltaf jafn vel út og er svo sannarlega ekki hrædd við að láta taka myndir af sér.