Ofurmódelið Heidi Klum (42) er þekkt fyrir að fara alla leið á hrekkjavökunni. Í þetta skiptið breytti fyrirsætan sér í Jessica Rabbit og var búningurinn gríðarlega vel heppnaður. Heidi mætti ásamt öðrum stjörnum á árlegt hrekkjavökuball í New York, en Heidi hafði eytt heilu dögunum í búningaframleiðsluna til þess að fullkomna útlitið sem hún var að sækjast eftir.
Sjá einnig: Stjörnur sem hafa klæðst of djörfum hrekkjavökubúningum
Fullkominn búningur: Heidi vann lengi að því að gera búninginn sinn sem líkastan teiknimyndafígúrunni Jessica Rabbit.
Sjá einnig: Heidi Klum toppar enn og aftur hrekkjavökubúning sinn.
Heidi ásamt fyrirstætunni Gigi Hadid, sem klæddist eins og Sandy í Grease.
Lukkuleg: Heidi var í góðum gír á ballinu og sýndi tilþrif við hæfi.
Sjá einnig: Heidi Klum er alltaf flott – Birti mynd af sér í bikiníbuxum einum fata
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.