Heidi Klum sleikir sólina, berbrjósta með ungum kærasta

Heidi Klum (44) nýtur lífsins í sólinni með nýjum kærasta sínum, Tom Kaulitz (29), en þau eru bæði þýsk. Þau hafa ekki verið að hittast lengi en Heidi hætti með öðrum kærasta fyrir nokkrum mánuðum.

 

Tom er tónlistarmaður og er í hljómsveitinni Tokio Hotel.

 

Hann gaf henni smá kjöltudans í sólbaðinu þeirra, í Mexíkó, eins og sjá má á myndunum. Heidi hinsvegar spókaði sig um áhyggjulaus á brjóstunum og naut veðurblíðunnar.

SHARE