Heiðurstónleikar á Þjóðleikhúskjallaranum

Í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá fæðingu Stevie Ray Vaughan verður blásið til heiðurstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum þann 3. október klukkan 21:00.

Stevie Ray Vaughan er fæddur 3. október 1954 og lést 27. ágúst 1990, í þyrluslysi, aðeins 35 ára gamall. Hann var bandarískur gítarleikari, söngvari og lagahöfundur. Gefnar hafa verið út 18 plötur með honum fram til þessa og árið 2003 valdi Rolling Stone-tímaritið hann sjöunda besta gítarleikara allra tíma og árið 2007 valdi tímaritið Classic Rock hann sem þriðju viltustu gítarhetjuna.

Á tónleikunum í Þjóðleikhúskjallaranum mun hljómsveitin Tvöföld vandræði ásamt góðum gestum. Meðlimir Tvöfaldra vandræða eru: Hjörtur Stephensen, Friðrik Geirdal Júlíusson, Ingi S. Skúlason, Dadi Birgisson og Beggi Smári

Björgvin Gíslason, Ingo H Geirdal og Örlygur Smári verða sérstakir gestir.

Miðar á tónleikana er hægt að kaupa á Midi.is. 

Hér er eitt vinsælasta lag, Stevie Ray Vaughan, Crossfire:

10647041_493614794107733_1373509961955495541_n

SHARE