Í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá fæðingu Stevie Ray Vaughan verður blásið til heiðurstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum þann 3. október klukkan 21:00.
Stevie Ray Vaughan er fæddur 3. október 1954 og lést 27. ágúst 1990, í þyrluslysi, aðeins 35 ára gamall. Hann var bandarískur gítarleikari, söngvari og lagahöfundur. Gefnar hafa verið út 18 plötur með honum fram til þessa og árið 2003 valdi Rolling Stone-tímaritið hann sjöunda besta gítarleikara allra tíma og árið 2007 valdi tímaritið Classic Rock hann sem þriðju viltustu gítarhetjuna.
Á tónleikunum í Þjóðleikhúskjallaranum mun hljómsveitin Tvöföld vandræði ásamt góðum gestum. Meðlimir Tvöfaldra vandræða eru: Hjörtur Stephensen, Friðrik Geirdal Júlíusson, Ingi S. Skúlason, Dadi Birgisson og Beggi Smári
Miðar á tónleikana er hægt að kaupa á Midi.is.
Hér er eitt vinsælasta lag, Stevie Ray Vaughan, Crossfire:
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.