Heill kjúklingur í ofni – uppskrift

Við ástmaður elduðum þennan í gær, heppnaðist rosalega vel & var ótrúlega góður, check it out ef þér finnst kjúklingur góður!

1 kjúklingur
Slatti af nýmöluðum pipar, salt
2-3 hvítlaukar, skipt í geira & afhýddir.
75 g smjör
1/2 tsk timjan, þurrkað

Þú hitar ofninn í 190 gráður. Kjúklingurinn þerraður, kryddaður að innan & utan með pipar & salti og síðan er 2-3 hvítlauksgeirum stungið inn í hann ásamt örlítilli smjörklípu. Næst er meira smjöri smurt á bringuna & lærin og síðan er eldfast mót smurt með afganginum af smjörinu og kjúklingurinn lagður í það. Sett í ofninn í um hálftíma en þá er afganginum af hvítlauknum dreift í kring ásamt timjani. Steikt í 30-40 mínútur í viðbót, eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn, og ausið yfir hann á meðan.

Gott er að bera hann fram með t.d. bökuðum kartöflum, hrísgrjónum, kartöflustöppu & salati.

Notið í góðum félagsskap.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here