Heillandi hollensk hönnun – Myndir

Hella Jongerious (1963) er einn af mínum uppáhaldshönnuðum, hún er hollensk en býr og starfar í Berlín.
Frá því hún útskrifaðist frá Hönnunarakademíunni í Eindoven í Hollandi árið 1993 hefur rauði þráðurinn í verkum hennar verið að gera handverkið sýnilegt í fjöldaframleiddum iðnaði.  Í því samhengi hefur hún t.d. ekki viljað nota hátækni við framleiðslu á vörum sínum og leitað því frekar til samvinnu við minni  fyrirtæki sem vinna á frumstæðari hátt. Þessi sýn hennar á rætur að rekja aftur til hönnunarstefnu sem varð til í Hollandi árið 1993 og nefnist
Droog-design. Sú stefna hristi hressilega upp í hönnunarheiminum þar sem hönnuðir frá þessum tíma létu sér fátt finnast um hátækniiðnað. Þeir leituðu þess í stað á ný mið og voru óhræddir við að að gera tilraunir og blanda saman ólíkum efnum og aðferðum með það að leiðarljósi að skapa eitthvað nýtt og hrátt.  Þetta hafði í för með sér afturhvarf til handverksins og vakti ekki síst athygli á hversu mikilvægur þáttur það mannlega er á tímum fjöldaframleiðslu og hraða nútíma samfélagsins. Í seinni tíð hefur Hella unnið í samstarfi við ýmis fyrirtæki eins og Vitra, www.vitra.com Ikea www.ikea.com Nymphenburg postulíns verksmiðjuna www.nymphenburg.com og japanska hönnunarfyrirtækið Cibone www.cibone.com

1-010_extendedjugs_01   2-010_extendedjugs_03
Ég ákvað að velja af handahófi verk eftir Helle sem spanna feril hennar í hnotskurn. Eitt af fyrstu verkum eftir hana hennar sem tekið var eftir var tilraun hennar með bolla og könnur árið 1997, Extended Jugs. Þar steypti hún ólíkum efnum saman eins og postulíni og polyurethane auk þess sem hún saumaði munstur í hlutina.

3-011_7pots_07   5-011_7pots_06Sama ár 1997 kom hún með 7 Pots / 3 Centuries / 2 Materials. Innblásturinn sótti hún í listasöguna, aftur til vasa frá miðöldum en spreyjaði þá að hluta með bílalakki og dýfði ofan í latex.

6-041_souvenirdelftblueBset_04   7-041_souvenirdelftblueBset_01Árið 2003 kom hún með Souvenir Delft Blue B-Set sem er í senn armband og létt ádeila minjagripaiðnaðinn. En litlir postulínsmunir skreyttir bláum lit vísa til þjóðernishyggju hollendinga rétt eins og lundastytturnar/bangsarnir sem verið er að selja í minjagripaverslunum hérlendis.

11-078_officepets_08   12-078_officepets_07
Þessar skemmtilegu fígúrur sem hún kallar Office-pets bjó hún til árið 2007 í samvinnu við Vitra.  Innblásturinn var þessi pæling: “Aðeins þegar hugurinn kemst á flug verða snilldarhugmyndir til”sbr. www.joungeriouslab.com

9-083_atributetocamper_05   10-083_atributetocamper_06
Í samvinnu við Camper  og Vitra hannaði hún þessa fallegu skó árið 2009.

14-recurtain-2-hella   15-102_Recurtain_04-hella-1Gluggatjöldin Knots & Beads Curtain 2013 sem við sjáum hérna hannaði Hella fyrir hollenska utanríkisráðuneytið og Sameinuðu þjóðirnar. Þau samanstanda úr postulínskúlum og garni og minna óneitanlega á mistur eða snjókomu.

www.jongeriuslab.com

 

SHARE