Heilsufarsleg áhrif eldgosa

Í tilefni af nýju eldgosi norður af Vatnajökli þá vill sóttvarnalæknir upplýsa um heilsufarsleg áhrif eldgosa.

Helstu áhrif goss á heilsufar eru af völdum öskufalls og gaseiturefna en augljóslega einnig ef einstaklingar fara of nálægt glóandi hrauni.
Rannsóknir á líkamlegu heilsufari af völdum öskufalls í Eyjafjallagosinu árið 2010 sýndu, að bráð áhrif ösku á heilbrigða einstaklinga eru óveruleg en hjá einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma geta einkennin versnað.

Bráð áhrif gosösku á fólk:

Öndunarfæri:
Nefrennsli og erting í nefi.
Særindi í hálsi og hósti.
Hjá einstaklingum sem þjást af hjarta- og lungnasjúkdómum, geta einkenni þeirra versnað og varað í marga daga. Helstu einkenni eru hósti, uppgangur og öndunarerfiðleikar.
Augu:
Tilfinning um aðskotahlut.
Augnsærindi, kláði, blóðhlaupin augu.
Útferð og tárarennsli.
Skrámur á sjónhimnu.
Bráð augnbólga, ljósfælni.
Gosaska er sértaklega varasöm ef augnlinsur eru notaðar.
Húð:
Erting, sviði, roði og kláði í húð, einkum ef askan er súr.
Ráðleggingar til fólks þar sem öskufalls gætir:
Nota öndunarfæragrímur utanhúss. Æskilegt að nota hlífðarföt.
Séu öndunarfæragrímur ekki tiltækar má nota vasaklút eða annan klæðnað sem heldur stærri ögnum frá.
Ráðlagt að nota hlífðargleraugu.
Börn og fullorðnir með hjarta- og öndunarfærasjúkdóma skyldu halda sig innanhúss.
Forðast að nota augnlinsur.
Sóttvarnalæknir og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Heimild: landlaeknir.is
Fleiri frábærar greinar má finna á Heilsutorg:
heilsutorg
SHARE