Tungumálaleikurinn ( The Great language game) hér gengur út á að hlusta á hljóðdæmi og giska á hvaða mál er talað.
Það eru alls 78 tungumál í boði og íslenskan er að sjálfsögðu með. Leikurinn er auðveldur þegar valið stendur á milli tveggja tungumála en vandast verulega þegar valið stendur á milli átta. Í lok leiks eru tungumálin sem maður flaskaði á nefnd og staðreyndir um hvert tungumál fyrir sig. 50 stig eru í boði fyrir rétt svar og leikurinn er búinn eftir 3 misheppnaðar tilraunir.
Ég komst í 800 stig í fyrstu tilraun og flaskaði á að þekkja armensku, makedónsku og maltnesku, allt tungumál sem ég tala reiprennandi eða þannig. Hvernig gengur þér?
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.