Heimatilbúnar jólagjafir – fimm hugmyndir

Tíminn svoleiðis flýgur áfram og það styttist óðum í aðventuna. Hafir þú áform um að gefa heimatilbúnar og persónulegar jólagjafir í ár þá er ekki seinna vænna en að hefjast handa.

Hér eru nokkrar hugmyndir af heimatilbúnum jólagjöfum sem gleðja

Prjónaðir vettlingar eða sokkar

dscn1675

Fátt gleður jafn mikið og fallegir vettlingar eða sokkar sem einhver nákominn hefur tekið sér tíma til þess að prjóna sjálfur. Uppskriftir má nálgast víða á vefnum. Ókeypis uppskrift má nálgast til dæmis hér.

.

Heimatilbúin sápa

6a00d8358081ff69e201bb079c2116970d-800wi

Þetta er skemmtilegt föndur sem tekur stuttan tíma að gera. Það eina sem þarf er tilbúin sápublanda sem fæst í næstu föndurbúð og að velja ilmefnin eða kryddin sjálf. Hér má sjá hugmynd að sápu með kanel og kaffi lykt.

 

Heimatilbúin chutney

Screen Shot 2014-11-09 at 16.38.32

Sultur njóta sín vel í fallegum krukkum sem búið er að stjana aðeins við. Setja fallegan borða eða klút yfir lokið og merkja með fallegum miða. Hér má nálgast uppskrift af ljúffengu Mango Chutney.

 

Nuddolía með ilm að eigin vali

essential-oils-4-bottles1

Nuddolíur eru ekki bara góðar fyrir nuddið heldur geta þær veitt þurri vetrarhúð góðan raka. Einnig má nota ilmolíur í stað ilmvatna. Það sem ræður útkomunni er hvaða tegund af ilmkjarnaolíu þú setur út í grunnolíuna. Uppskrift af ungbarnaolíu má nálgast hér.

 

Málverk sem þú málar sjálf

b91d50b2687ce28141737ffd5a2714e6

Abstrakt listaverk eru alltaf sígild. Með þessari einföldu tækni geturðu skapað heilu meistarastykkin. Veldu nokkra liti. Kreistu litlar slettur yfir allan strigann og byrjaðu svo að tengja litina saman. Fleiri hugmyndir má sjá hér.

SHARE