Hátískuheimurinn varð harmi lostinn og í raun heimsbyggðin öll þegar hátískurisinn Gianni Verscace var myrtur utan við heimili sitt á sumarmánuðum 1997, en Gianni féll fyrir hendi sturlaðs ástmanns síns, sem taldi sig hafa verið kokkálaðan.
Gianni skóp í raun ofurfyrirsætuna, umbylti viðhorfum til hátísku á níunda áratugnum og nýtur enn virðingar meðal tískuspekinga í dag, en systir hans tók við veldinu eftir hans dag. Í þessari fróðlegu heimildarmynd er farið gaumgæfilega ofan í saumana á þeirri atburðarás sem leiddi til dauða sjálfs Vercace og fiðrildaáhrifum tískuheimsins í kjölfarið dauða hans.
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”1R7LgvoA4vE”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.