Heimildarmyndir í Tjarnarbíói í kvöld

Fjölmenningarlegt kvikmyndakvöld mun fara fram í Tjarnarbíói í kvöld en það eru samtökin AUS, Alþjóðleg ungmennaskipti, sem bjóða í bíó.

Á kvikmyndakvöldinu gefst gestum tækifæri á að skyggnast inn í ólíka heima jarðarkringlunnar, segir í fréttatilkynningu frá AUS, en verðlaunamyndin Places That Don´t Exist Somaliland, er á meðal þeirra heimildarmynda sem verða til sýningar.

Kvöldið hefst kl. 19.30 og er aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar um myndirnar sem verða sýndar:

VIÐ Í HEIMINUM

What Would It Look Like? – Heimildarþáttur um alheimssamfélag frá Global Oneness Project.

A Class Divided – Heimildarmynd um tilraun bandarísku kennslukonunnar Jane Elliott í kjölfar morðins á Martin Luther King. Tilraunin fólst í því að skipta nemendum sínum eftir augnlit þeirra.

SJÁLFBOÐALIÐAR – THINK GLOBALLY, ACT LOCALLY EÐA ÖFUGT?
The Samaritans – Fyrsti þáttur í kenískri grínþáttaröð um frjáls félagasamtök sem gerir ekkert.
Barrio de Paz – Heimildarmynd um gengi ungmenna í Ekvador sem vinna gegn glæpum.

NÝR HEIMUR
Places That Don’t Exist; Somaliland – Verðlaunaheimildarmynd eftir Simon Reeve fyrir BBC.

Waking Life (2001). Mynd eftir Richard Linklater um mann sem ræðir um tilgang lífsins í draumi sínum.

“Alþjóðleg ungmennaskipti eru frjáls félagasamtök sem vinna gegn fordómum. Fjöldi ungmenna fer á hverju ári með samtökunum erlendis þar sem þau sinna sjálfboðaliðastarfi með það að markmiði að víkka sjóndeildarhringinn. Einnig taka samtökin á móti sjálfboðaliðum hingað til lands. Á dagskránni má einnig finna myndbönd frá sjálfboðaliðum AUS þar sem þau deila sinni reynslu og hægt verður að fá frekari upplýsingar um sjálfboðaliðastarf með samtökunum.”

mynd_kvikmyndahátíð-1

SHARE