
Seinasta heimili Bobbi Kristina er komið á sölu, en eins og flestir vita var hún dóttir Whitney Houston og Bobby Brown. Bobbi lést í júlí 2015 en hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í lok janúar þetta sama ár. Henni var haldið lifandi í öndunarvél í næstum 6 mánuði áður en hún lést Hún var aðeins 22 ára gömul þegar hún dó.
Sjá einnig: Hin raunverulega Britney Spears
Húsið, sem er í Georgia, var fyrst í eigu Whitney og er rúmir 240 fermetrar. Á heimilinu eru 4 baðherbergi, stórkostlegt eldhús, risastór hjónasvíta og tvær gestasvítur. Verðið á eigninni var lækkað verulega nýlega og er talið að það hafi verið gert vegna þess að Bobbi lést þarna og fólk hefur ekki viljað kaupa útaf því.
Smellið á fyrstu myndina hér fyrir neðan til að fletta myndum