Heimilislaus hundur fékk nýtt líf – ótrúleg hjartnæm saga

Þátttakendur í sænskum keppnishópi í Suður Ameríku rákust á illa farinn, lúsugan og heimilislausan rakka í miðjum leiðangri sem átti eftir að hafa afdrifarík áhrif á líf þeirra allra.

Svíarnir voru staddir í matarpásu, örmagnaðir og skítugir upp fyrir haus á miðri göngu um regnskógarsvæði Amazon-skógarins í Ekvador, þegar þeir tóku eftir hundinum þar sem hann lá illa hirtur og hungraður í götunni.

Einn þátttakenda, Mikael Lindnord, kenndi í brjóst um hundinn og freistaðist til að gefa vannærða dýrinu kjötbollu áður en hópurinn hélt áleiðis. Kjötbollan reyndist örlagarík því hundurinn var sem límdur við Mikael frá þeirri stundu.

Erfiðlega gekk að skilja hundinn eftir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en þátttakendurnir óttuðust að öryggi hundsins væri ekki fyllilega tryggt ef þeir tækju hann með sér.

Röð atburða leiddu að lokum að þeirri niðurstöðu að hópurinn ákvað að bjarga hundinum og bæta honum við í keppnisteymið. Félagarnir ákváðu upp frá því að kalla hundinn Arthur og Mikael Lindnord tók þá ákvörðun á endanum um að ættleiða hundinn og í lok leiðangursins fara með hann alla leiðina til Svíþjóðar þar sem hann nú býr.

„Ég kom til Ekvador til þess að vinna heimsmeistarakeppni. Í staðinn eignaðist ég nýjan vin fyrir lífstíð,“ segir Mikael í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet á dögunum.

Arthur tók fullan þátt á lokaspretti keppninnar, sem ber heitið Adventure Racing World Championship, en hann synti með hópnum yfir ár, hoppaði upp og niður hóla og hæðir og tróð slóðina ásamt hópnum í gegnum leðju og mýri.

The fifth member: Team Peak Performance walk with stray dog Arthur during a stage of the 430-mile Adventure Racing World Championship. He followed the group of four during the grueling race

Fimmti félaginn í sænska hópnum virtist njóta félagsskaparins og tók þátt í ferðalaginu um fjöll og firnindi.

All terrains: Despite numerous attempts by the team to get rid of the dog, primarily for his own safety, he refused to go. It meant when he got stuck in the knee-deep mud they helped get him out and when he was exhausted, they stopped to take a break 

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að skilja hundinn eftir var Arthur sem límdur við hópinn. Mikil vinátta myndaðist og hópurinn hægði á ferð sinni þegar að hundurinn þurfti að hvíla sig.
Encounter: Mikael Lindnord first noticed the scruffy dog when he was sitting down to eat canned meatballs. He fed Arthur one thinking nothing on it, but ended up creating a bond with the dog 

Mikael Lindnord ásamt Arthur. Hann vorkenndi hundinum sem hann fann á víðavangi og freistaðist til þess að gefa honum kjötbollu. Þeir hafa verið óaðskiljanlegir síðan.

Eftir tæpa viku með Arthur í för ákvað hópurinn að gera hlé á fyrirætlunum sínum og fara með dýrið til dýralæknis. Það var á þeim tímapunkti sem Mikael segist hafa áttað sig á því að hann gæti ekki sagt skilið við hundinn. Hann vildi vera viss um að hann gæti ættleitt hundinn og að hann væri nógu heilsuhraustur til að geta farið úr landi, alla leiðina til Svíþjóðar. 

Hann segist hafa haft samband við sænska landbúnaðarráðuneytið og hent inn umsókn um leyfi til þess að taka Arthur með heim til Svíþjóðar. 

Eftir nokkra taugatrekkta daga þrungna af óvissu varð loks ljóst að Arthur var heimilt að hefja nýtt líf með húsbónda sínum í Svíaríki.

Þeir félagarnir hafa verið óaðskiljanlegir síðan. 

Hér að neðan fylgja ljósmyndir frá ferðalaginu

Determined: Before one of the segments of the race - a 36 mile kayak around the coast - organizers warned the team that taking Arthur along posed a risk to his and their safety. But Arthur swam alongside the boat and ended up being pulled in by Lindord

Hópurinn reyndi eitt sinn að skilja Arthur eftir við fjöruna þegar félagarnir héldu út á vatnið í kajak róðri á ferðalaginu. Arthur neitað að vera eftir og henti sér í vatnið og reyndi að synda á eftir hópnum. Mikael Lindford segist ekki hafa verið með hjarta í sér að skilja hundinn eftir og dró hann upp í bátinn. Upp frá því var Arthur orðinn hluti af hópnum og kláraði ferðalagið með þeim.
Grueling: The race takes teams of four around ten days, and involves continuous hiking, trekking, mountain biking and kayaking 

Leiðangurinn tekur að meðaltali um fjóra til tíu daga þar sem keppendur ganga, klifra, hjóla og sigla með kajak á ferðalaginu.
Resting: When the team slept Arthur would also curl up and take a nap alongside them 

Mikael Lindnord segist hafa tárast þegar hann fékk svarið frá sænska landbúnaðarráðuneytinu og honum varð ljóst að hann mátti taka Arthur með sér heim til Svíþjóðar. 

„Ég fór til Ecuador til þess að vinna heimsmeistarakeppni. Í staðinn eignaðist ég alveg nýjan vin.“

Support: At one point the dog was not able to find any food in the jungle, so the team stopped and gave him some of their canned food 

Challenge: As the team neared the finished the tasks began to take their toll on Arthur and he ended up with some injuries 

Arthur í rannsókn hjá dýralækni
Health checks: When the team finished the race, they took Arthur to Ecuador to see a vet in order to prepare him for the trip back to Sweden

Donations: Team Peak Performance set up a PayPal account while they were still in South America to garner funds for Arthur's care 

Söfnun var sett á laggirnar til þess að fjármagna kostnaðinn við umönnun og flutning á Arthur til Svíþjóðar
Spotlight: Team member Staffan Bjorklund takes Arthur for a walk outside the clinic. Their story had already grabbed the attention of the media

Fjölmiðlar voru fljótir að sýna þessari einstöku björgun áhuga
Greeting: Arthur offers out his paw to one of the vets as the team wait in the clinic for him to be checked over 

Aftermath: After the procedures were complete he was forced to wear a cone on his head. It was then that Lindord decided to adopt him and take him back to his family in Sweden 

 
Emotional: When Lindord received news that the Board of Agriculture had approved his request for Arthur to be brought back to Sweden, he said he cried while looking at the computer 

Happy: Despite his injuries and the toll the final two stages of the race had taken on him, Arthur began to look healthy as he prepared to fly to Sweden and settle into his new home 

Þrátt fyrir meiðsli og þreytu var Arthur yfirburða kátur með að hafa eignast góðan húsbónda og tók fólkinu sem hópuðust í kringum hann fagnandi.
Attention: The team let passengers stroke Arthur as he wondered around the airport terminal before their flight back to Sweden

SHARE