HEIMILISOFBELDI:
Heimilisofbeldi getur hent hvern sem
er, óháð kyni, aldri, stöðu eða bakgrunni
einstaklings. Ofbeldið getur birst með
mismunandi hætti en algengustu
tegundir ofbeldis í nánum samböndum
eru andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og
fjárhagslegt ofbeldi þar sem markmið
gerandans er að ná fullkomnu valdi yfir
lífi maka síns.
Það á enginn að þurfa að lifa í ótta
við þá sem þeim þykir vænst um og
að viðurkenna að maður sé beittur
ofbeldi er fyrsta skrefið í að leita sér
hjálpar.
Ef þú hefur upplifað eitthvað af
eftirfarandi í fari maka þíns, hefur þú
ástæðu til þess að leita aðstoðar:
Óttastu hann undir einhverjum
kringumstæðum?
Er hann uppstökkur, skapbráður
eða fær bræðisköst?
Verður hann auðveldlega reiður
undir áhrifum áfengis?
Reynir hann að koma í veg fyrir að
þú farir þangað sem þú vilt fara
eða að þú stundir vinnu, skóla eða
áhugamál?
Fylgist hann með þér hvar og
hvenær sem er?
Ásakar hann þig um að vera sér
ótrúr?
Gagnrýnir hann þig, vini þína eða
fjölskyldu?
Ásakar hann þig stöðugt – ekkert
sem þú gerir er rétt eða nógu vel
gert?
Segir hann að „eitthvað sé að þér“,
þú sért jafnvel „geðveik“?
Gerir hann lítið úr þér fyrir framan
aðra?
Hefur hann yfirráð yfir fjármálum
ykkar og krefst skýringa á hverri
krónu?
Eyðileggur hann persónulegar eigur
þínar af ásettu ráði?
Hrópar/öskrar hann á þig eða
börnin?
Ógnar hann þér með svipbrigðum,
hreyfingum eða bendingum?
Hótar hann að skaða þig, börnin
eða aðra þér nákomna?
Þvingar hann þig til kynlífs?
Hefur hann ýtt við þér, hrint þér,
slegið til þín eða slegið/barið þig
eða börnin?