Í iðu ógeðfelldra athugasemda sem látnar eru falla á netinu, í skjóli lyklaborðsins og kaffibolla er ágætt að staldra við öðru hverju og íhuga hvaða áhrif ljót ummæli geta haft og að enginn er gersneiddur tilfinningum.
Þáttarstjórnandinn Jimmy Kendell er þannig duglegur við að taka saman fáránlegustu ummæli sem almenningur lætur jafnvel falla um frægt fólk í hugsunarleysi á Twitter og fær þá einstaklinga sem átt er við til að lesa upp viðurstyggilegustu tístin í myndveri.
Svo miklum vinsældum hefur uppátæki Jimmy Kendell, sem nefnist Mean Tweets, átt að fagna að þættirnir eru orðnir átta talsins og hér má þannig sjá Gwyneth Paltrow, Lenu Dunham, Britney Spears, Lisu Kudrow, Adam Sandler og ótal fleiri þekkta einstaklinga lesa upphátt þau ljótu og andstyggilegu orð sem látin eru falla um þau á netinu.
Or
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.