Heimsins besta kartöflusalat

Þetta kartöflusalat er eiginlega alveg stórfenglegt. Það er gott með grillmat, góðri sunnudagssteik eða bara beint upp úr skálinni með skeið. Salatið er langbest ef það fær að standa inni í ísskáp yfir nótt. Það er þó ekki nauðsynlegt.

Sjá einnig: Kjúklingasalat með BBQ- dressingu

IMG_3361

Heimsins besta kartöflusalat

1 kíló kartöflur

1 bréf beikon (200 grömm plús)

1 rauðlaukur

1 paprika

vænn brúskur af spergilkáli

1 dós sýrður rjómi (10%)

1 lítil dós majones

2 teskeiðar dijon sinnep

Dill

Sítrónupipar

Salt

Pipar

Örlítið karrí

IMG_3376

Sjá einnig: Kurlkjúklingur með sætkartöflusalati – Uppskrift

Skrallið kartöflurnar og sjóðið þær. Leyfið þeim að kólna alveg áður en þær eru skornar í bita. Sjóðið spergilkálið í 4-5 mínútur. Þerrið það vel. Saxið það smátt ásamt lauknum og paprikunni. Steikið beikonið þar til það er orðið stökkt, látið kólna og saxið smátt.

Blandið saman majonesi, sýrðum rjóma og dijon sinnepi í skál. Kryddið og smakkið ykkur til. Smellið svo kartöflum, beikoni og grænmeti ofan í blönduna og hrærið vel saman.

SHARE