Dásamlega ljúffengur hummus af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Gott er að borða hann með góðu brauði eða pítubrauði sem skorið hefur verið í strimla. Sjálf moka ég þessari dýrð helst beint upp í munninn á mér með skeið. Ekkert vesen!
Heimsins besti hummus
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1 hvítlauksrif
2 msk grísk jógúrt
1 dl olía
safi úr 1/2 sítrónu
smá nautakraftur
salt
svartur pipar
steinselja eftir smekk
- Hellið vökva af kjúklingabaunum og maukið í blandara eða matvinnsluvél ásamt hvítlauksrifi, grískri jógúrt, olíu og sítrónusafa. Smakkið til með nautakrafti, salti og pipar. Saxið steinselju og blandið saman við hummusið.
- Hægt er að nota nautakraft í duftformi en ég leysi upp nautatening í smávegis af sjóðandi heitu vatni.
- Í staðinn fyrir gríska jógúrt er líka virkilega gott að nota AB mjólk.
Tengdar greinar:
Snarl sem inniheldur undir 200 hitaeiningar – Nokkrar hugmyndir
Cesarkjúklingur með spínati og hummus – Uppskrift frá Lólý.is
Er það sem okkur er sagt að sé hollt raunverulega hollt? – Nokkrar mýtur
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.