Hér er uppskrift af gamalli og góðri köku sem er klassísk. Hún er venjulega með niðursoðnum ávöxtum og er gott ef notaðar eru ferskjur að skera þær niður. Eins má nota epli enn þá þarf að sjóða aðeins upp á þeim fyrst. Hún er best volg ekki alveg sjóðandi heit. Þetta er stór uppskrift og það er í góðu lagi að helminga hana niður. En hún er einföld og fljótlegt að skella í hana og það er kostur.
Heit kaka með ávöxtum og súkkulaði
2 bolli hveiti
2 bolli sykur
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
3 egg
100 gr súkkulaðidropar
1 dós kokteilávextir eða ferskjur(safi og ávextir) allt úr dósinni
Öllu blandað saman og sett í smurt eldfast mót eða gott form.
1 bolli púðursykur
1 bolli kókosmjöl
Þessu tvennu er blandað saman og stráð yfir deigið í mótinu og bakað við 180°c í 40-50 mínútur.
Borið fram með þeyttum rjóma og það er alveg sérlega gott að borða þetta með ís.
Matarkarfan er hugarfóstur mæðgina sem eru „Made in sveitin“. Lífið þeirra snýst að stórum hluta um mat. Hugsa um hann og hvað á að elda? Hvernig á að elda?
Og borða hann , ekki gleyma því..Það er hin unaðlega umbun við að læra að gera góðan mat.