Vísindamenn halda því nú fram að heitt bað geti verið jafn gagnlegt fyrir heilsu þína og að fara í 30 mínútna göngutúr.
Hópur vísindamanna við Loughborough háskóla í Englandi gerði próf á 14 mönnum. Annars vegar voru mennirnir látnir fara í klukkustunda langan hjólatúr og hinsvegar klukkustunda langt bað í 40° heitu vatni. Mældar voru hitaeiningarnar sem einstaklingarnir brenndu við hvora iðju fyrir sig.
Mennirnir brenndu fleiri hitaeiningum í hjólatúrnum en við það að liggja í heitu baðinu, brenndu þeir um 130 hitaeiningum sem samsvarar því að ganga í hálftíma. Brennsla hitaeininganna verður vegna hækkandi líkamshita.
Þetta segir okkur það að ef þú kemst ekki á æfingu ættirðu ekki að örvænta heldur láta renna í heitt og gott bað og slaka á.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.