Heklaðir barnaskór til styrktar Mottumars

Margir eru nú farnir að kannast við Mottumars sem er mánaðarlangt söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands en átakið er tileinkað karlmönnum og krabbameini.

Fanney Svandsdóttir er ein af þeim sem ákvað að leggja átakinu lið með því að selja heklaða barnaskó sem eru skreyttir með litlu yfirvaraskeggi. Upphaflega heklaði hún svona skó fyrir dóttur sína og ákvað að birta í gamni sínu mynd af þeim á Facebook. Hún fékk góð viðbrögð og í kjölfarið fékk hún fyrirspurnir um það hvort hún væri að selja svona skó.
Fanney ákvað að byrja að selja svona skó en um leið láta gott af sér leiða og fer ágóðinn af skónum til Krabbameinsfélgasins. Skórnir kosta 2500 krónur og fara 1000 krónur af því í efniskostnað.  Hægt er að kaupa skóna með því að senda Fanney skilaboð í gegnum Facebook síðu hennar.

Fanney er á þriðja ári í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en hún er einnig í fæðingarorlofi. Fanney lærði að hekla og prjóna á Youtube en hún hefur verið að selja heklaða hálskraga og slaufur fyrir börn í verslun KronKron Fákaseli.

1622802_10152593738754377_1575147535_n

 

SHARE