Hér eru 6 merki þess að þú sért að hlaupa í burtu frá vandamálum þínum, í stað þess að takast á við þau:
Sjá einnig: Fælni – falið vandamál
1. Þú forðast að ræða þín eigin vandamál
Hvort sem umræðuefnið snúi að maka þínum eða einhverjum sem allir segja að sé ekki rétt manneskja fyrir þig, eða öllum bjórunum sem þú drekkur og gera það að verkum að þú hringir í fyrrverandi, eða bara þegar einhver reynir að tala um viðkvæmt málefni, þá ert þú fyrsta manneskjan til þess að skipta um umræðuefni. Ef það snýst um þín vandamál og um það sem er að í þínu lífi, munt þú ekki hætta á það að ræða það fyrir þitt litla líf.
Sjá einnig: Langar þig til þess að ýta á ,,endurræsa“?
2. Þú átt það til að deyfa tilfinningar þínar
Það jafnast ekkert á við góðan drykk, önnur efni eða gjörðir sem deyfa tilfinningar þínar, en þú ert að flýja veruleikann með gin og tonik, því það er það eina sem virkar það kvöld. Það á við allt það sem lætur þér líða vel og lætur vanlíðan þína verða aðeins minni. Raunin er þó sú að á endanum mun deyfðin snúast upp í heljarinnar dramatík og þú endar með því að liggja á gólfinu grátandi úr þér augun. Samviskubitið yfir að hafa sleppt þér aðeins í búðinni eða að gera eitthvað sem gefur þér smá stundarvímu, læknar ekki sárin sem liggja á bak við vandamál þín.
3. Þér finnst gott að komast í burtu eins oft og mögulegt er
Hvort sem þú ferð í smá ferðalag eða sækist í staði þar sem þú getur verið ein/n, þá líkar þér ekki sá staður þar sem þú þarft að vera kyrr. Þú elskar að vera hvatvís og notar það sem afsökun, en hvort sem þú ferð í ferðalag um hverja helgi eða gerir eitthvað spennandi, þá mun vandamálið samt vera bíðandi eftir þér þegar þú kemur heim.
4. Þú einbeitir þér mikið að öðrum í staðinn fyrir að horfa í eigin barm
Þú elskar að tala við annað fólk um vandamál þeirra. Þú ert með fullt af ráðleggingum til þeirra þegar þau þurfa á að halda, en þegar kemur að þér og þinni baráttu, fullyrðir þú að það sé ekkert að. Málið er ekki það að þú hafir ekki orku til að takast á við vandamálin þín, heldur er það vegna þess að þú vilt það ekki.
5. Þú eignast oft nýja vini en heldur þeim í vissri fjarlægð
Það er frábært að vera félagsvera og svífa um í nýjum félagsskap, en þegar þú ert stanslaust að stofna til nýrra vinskapa, sem hafa ekki mikla þýðingu fyrir þig, ættirðu að íhuga að stíga skref aftur. Eignstu vini sem þú hefur virkilega gaman að að vera í kringum, en ekki eignast vini til þess að fylla upp í eitthvað tómarúm inni í þér. Vinur ætti að vera einhver sem þú getur treyst og í raun ekki lifað án, en ekki einhver sem drepur tíma þinn. Raunverulegir vinir sjá til þess að þú hlaupir ekki í burtu frá vandamálum þínum, á meðan tímabundnir vinir dunda sér bara að reima skóna þína og gefa þér vatn, svo þú getir hlaupið hraðar og lengra í burtu.
6. Þú segir “ég geri það á morgun”…. annan hvern dag.
Þú hefur næga hvatningu til þess að segja að þú munir gera eitthvað, en ekki næga hvatningu til að láta að því verða. Hættu að segja ,,á morgun” og gerðu það í dag. Vandamálin þín eru ekki að fara að laga sig að sjálfu sér og ,,á morgun” mun ekki gera það heldur.
Við vöxum ekki og stöndum í stað í okkar eigin hugarheimi ef við fyllum tómarúm okkar í sífellu og finnum okkur eitthvað til að breiða yfir veruleikann og þá staðreynd að við forðumst að horfast í augu við okkur sjálf. Viltu deyfa sársaukan með til dæmis áfengi, lyfjum eða verslunarferð ? Viltu eiga vini sem halda huga þínum uppteknum frá hrærigrautnum sem kraumar innan í þér eða næra rótleysi þitt með inanantómum kunningsskap, sem geta með engu móti snert þig eða sært? Er það þess virði?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.