Klukkan 11:30 í dag verður mikið um dýrðir á veitingastaðnum Roadhouse en þá verður kynntur til sögunnar ný borgaramáltíð sem ber heitið The great Gatsby. Á nýja borgaranum eru meðal annars rjómasoðnir villisveppir, bakaðir cherrytómatar og hægeldaður skarlottulaukur í andarfitu.
50 fyrstu viðskiptavinirnir sem mæta fá gefins TGG máltíð og einn heppinn getur átt von á því að vinna sér inn 50.000 króna gjafabréf í herrafataverslun Kormáks og Skjaldar.
Ljúfir tónar verða yfir borðhaldinu en þau Salka Sól og Helgi Björns ætla að taka nokkur lög.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.