Helgin í mataráskoruninni

Nú fer að líða að seinni hlutanum á þessari áskorun þar sem ég ætla að borða fyrir 750 kr á dag. Ég ætla ekkert að ljúga að ykkur en þetta hefur verið nokkuð strembið. Mér dreymir ekkert nema matardrauma sem breytast í martraðir þegar ég vakna. Freistingarnar eru allstaðar og eins og svo margir lifi ég þessu skyndibitalífi þar sem allar máltíðir eiga að vera sem auðveldastar og eldaðar/keyptar á sem skemmstum tíma.

Þegar lifa á, á 750 kr er nauðsynlegt að gefa sér tíma í að þaulhugsa hvern dag fyrir sig og passa að hann nái endum saman. Það er ekkert hoppað inn á næstu bensínstöð og keypt samloka þegar að svo lítið sem ein ost sneið getur valdið því að ég á ekki fyrir kvöldmatnum mínum.

Þegar ég hóf áskorunina ætlaði ég mér að borða aðeins fyrir þessar 750 kr á dag. Á degi 4 var ég svo aðframkomin af hungri að ég bjó til nýja reglu:  að ég mætti borða í veislum og boðum, því jú okkur fátæka fólkinu er nú líka boðið í mat og afmæli annað slagið.

Ég var með barnafmæli um helgina og shokkeraði ég alla gestina þegar þeir mættu og í boði var þetta fína hlaðborð af veitingum, ég ákvað að þó svo að ég standi í þessari áskorun að þá þarf það ekki að bitna á örðum í kringum mig, en margir skutu því að mér að ég hefði geta verið með þessa fínu núðluveislu fyrir 750 kr.

10376933_783382278366185_5301839290128313080_n

Ég veit ekki hvort okkar var spenntara fyrir afmælinu ég eða sonur minn. Í hausnum á mér var ég búinn að útbúa plan hvað ég ætlaði að borða, og það má segja að magnið var líklega á við fílhraustan karlmann ef ekki rúmlega það.

Á fyrsta bita fann ég að ég gat ekki borðað. Ég endaði því afmælið jafnsvöng og ég var áður en afmælið byrjaði og draumar mínir um fullan maga urðu að engu.

Eftir allt þetta svelt er maginn minn hættur að taka við mat. Ég hef reiknað það út að ég hef aldrei náð yfir 1000 hitaeiningum á dag. Oftast er þetta í kringum 700 sem ég er að borða. Ég reyni að fá eitthvað úr öllum fæðuflokkum á dag, þar með talið súkkulaði. (það er sér fæðuflokkur hjá mér). Ég er mjög hugmyndasnauð með mat og er ég að borða það sama aftur og aftur. Það kannski gerir þetta töluverð erfiðara þar sem að ég verð mjög fljótt leið á matnum. Ef þetta værir varanlegur lífstíll þá mundi ég líklega splæsa í matreiðslubók fátækafólksins og elda mér eitthvað fjölbreyttara.

Ég vil síðan nota tækifærið og þakka vinkonum mínum fyrir að vera svona duglegar að láta barna sig. Næstu helgar einkennast af barnafmælum og skírnarveislum sem gerir það að verkum að ég get líklega sparað mér stórar upphæðir í mat, það er að segja ef ég get borðað.

Helgin hjá mér var því smá skrautleg, ég hugsa að ég hafi ekki einu sinni náð upp í 750 kr á laugardaginn. En sunnudagurinn var kannski aðeins rúmlega eða um 850 kr þar sem að einkasonurinn bað um að fá Subway og það var splæst í ein bát.

Ég held að það fari ekki fram hjá neinum að þetta er ekki neitt sem ég mæli með að fólk prófi til lengri tíma. Magnið af matnum og næringunni sem hægt er að fá fyrir þessar 750kr er líklega svipað magn og ætlast er til að fóstur í móðurkvið nærist á. Það eru aðeins 2 dagar eftir og til gamans steig ég á viktina áður en þetta byrjaði. Það verður því forvitnilegt að sjá á þriðjudaginn hvort ég hafi glatað einhverju fleiru en geðheilsunni í þessari tilraun.

10734141_783985374972542_7712691881489172337_n
Ísskápurinn minn um helgina
Berglind: Ég var ordin eitthvad svöng og svona litur ískápurinn minn út! Og úr honum kom þetta:) Útreikningar sýna innkaupaverd og notkun, 4 litlar kartöflur 100kr kg/ 10 kr 1 gulrót 248kr kg/ 20kr 1 sneid rófa 248kr kg/ 20kr Smá púrra 248 kr kg/ 20kr 2 hvítlauksgeirar 20kr 1/4 dós kjùklingabaunir 248 kr/ 75kr Olía 348 kr flaskan/ 3kr Salt, pipar og timjan þannig ad mér tókst ad elda kvöldmat úr 178kr en tá ekki meðtalið kryddid. Geri menn betur!
Berglind:
Ég var ordin eitthvad svöng og svona litur ískápurinn minn út!
Og úr honum kom þetta:)
Útreikningar sýna innkaupaverd og notkun,
4 litlar kartöflur 100kr kg/ 10 kr
1 gulrót 248kr kg/ 20kr
1 sneid rófa 248kr kg/ 20kr
Smá púrra 248 kr kg/ 20kr
2 hvítlauksgeirar 20kr
1/4 dós kjùklingabaunir 248 kr/ 75kr
Olía 348 kr flaskan/ 3kr
Salt, pipar og timjan
Þannig að mér tókst að elda kvöldmat úr 178 kr en þá ekki meðtalið kryddið.
Geri menn betur!

Mataráskorun á Facebook

http://credit-n.ru/offers-zaim/4slovo-bystrye-zaymi-online.html http://credit-n.ru/zaymyi-v-ukraine.html

SHARE