Hélt því leyndu að hún ætti von á barni með hjálp staðgöngumóður

Grey´s Anatomy leikkonan Ellen Pompeo og eiginmaðurinn hennar Chris Ivery eignuðust sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum með hjálp staðgöngumóður. Hjónin náðu að halda þessu leyndu alla meðgönguna og tveim mánuðum betur en síðan ákvað Ellen að deila því á Twitter síðu sinni síðastliðinn fimmtudag. Ellen og Chris eignuðust stúlku sem fékk nafnið Sienna May Ivery en fyrir eiga þau dótturina Stella Luna sem fæddist árið 2009.

Leikkonan mætti síðan í viðtal til Jimmy Kimmel sama dag og hún setti inn myndina af Siennu inn og sagði að henni hafi þótt mjög mikilvægt að halda þessu leyndu allan þennan tíma til að vernda staðgöngumóðurina. Ellen tjáði einnig Kimmel að henni þætti bara gaman að halda svona hlutum leyndu frá slúðurheiminum og að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún náði því. Þegar Ellen og Chris fengu borgarstjóra New York til að gifta sig náðu þau að halda því leyndu. Það var ekki fyrr en fimm dögum eftir brúðkaupið sem að slúðurtímaritin komust á snoðir um brúðkaupið.

images

Ellen er mikið í fjölmiðlum þessa stundina en fjölskyldan hennar prýðir meðal annars forsíðu Architectural Digest í þessum mánuði. Ellen býr ásamt Chris og stúlkunum sínum í fallegu húsi í Los Angeles en í blaðinu má sjá húsið fyrir og eftir breytingar sem voru gerðar á því þegar leikkonan flutti í húsið.

item9.rendition.slideshowVertical.ellen-pompeo-los-angeles-19-nursery

item8.rendition.slideshowVertical.ellen-pompeo-los-angeles-17-daughters-room

item7.rendition.slideshowVertical.ellen-pompeo-los-angeles-16-pool

 

Borðstofan fyrir breytingar

 

item5.rendition.slideshowHorizontal.ellen-pompeo-los-angeles-12-dining-room-before

 

Eftir

 

 

item6.rendition.slideshowHorizontal.ellen-pompeo-los-angeles-13-dining-room-after

Áður en eldhúsinu var breytt var það eiturgrænt

item3.rendition.slideshowHorizontal.ellen-pompeo-los-angeles-09-kichen-before

 

Eftir

item4.rendition.slideshowHorizontal.ellen-pompeo-los-angeles-10-kitchen-after

Stofan fyrir breytingar

item1.rendition.slideshowHorizontal.ellen-pompeo-los-angeles-02-living-room-before

Eftir breytingar fékk stofan nýtt líf og gluggarnir voru stækkaðir

item2.rendition.slideshowHorizontal.ellen-pompeo-los-angeles-03-living-room-after

cn_image.size.ellen-pompeo-los-angeles-01-ellen-pompeo-and-family-v571

 

 

 

SHARE