Helga Ósk skrifaði þessa reynslusögu sína af einelti á Facebook hjá sér. Hugrökk og flott stelpa
Ég er komin með nóg.
Þótt ég sé feit, ljót, klæði mig fáránlega að ykkar mati og sé með gleraugu þá á ég ekki skilið að þið leggið mig í einelti. Þótt ég sé feit er ég ekki verri manneskja en þið og ekki heldur þótt ég sé ljót eða öðruvísi en þið. Svo hættið þessu bara. Ég á ekki heldur að þurfa að berjast í gegnum hvern einasta dag og fara með kvíðahnút í maganum í skólann vegna þess að ég sé hrædd um að þið rakkið mig niður í skólanum.
Þótt ég sé feit, ljót, klæði mig fáránlega að ykkar mati og sé með gleraugu þá á ég ekki skilið að þið leggið mig í einelti. Þótt ég sé feit er ég ekki verri manneskja en þið og ekki heldur þótt ég sé ljót eða öðruvísi en þið. Svo hættið þessu bara. Ég á ekki heldur að þurfa að berjast í gegnum hvern einasta dag og fara með kvíðahnút í maganum í skólann vegna þess að ég sé hrædd um að þið rakkið mig niður í skólanum.
Í 4 – 6 Bekk var þetta ákaflega slæmt, í 5 og 5 hélt ég að ég ætti enga vini þegar allt í einu hópur af krökkum komu og buðu mér með sér í sund. Ég hélt ég yrði ekki ánægðari, svo hlupu þau öll inn til einnar stelpunnar og læstu mig úti svo ég beið í smá stund. Þá komu þau út og hrintu mér niður tröppurnar hennar og hlupu öll í burtu. Ég kom hágrátandi í vinnuna til mömmu og hún fór út og talaði við þau. Svo seinna þegar var kominn snjór vorum við öll í snjókasti, nema að snjóboltarnir sem áttu að fara í mig voru fylltir með steinum, ein stelpan fékk einn svoleiðis í sig og þá var sagt:„Fyrirgefðu! Þetta átti að fara í Helgu!“
Svo þegar ég kom í 6 bekk var ég beitt ofbeldi nánast daglega af krökkum úr skólanum (hrint stanslaust á leiðinni heim, hent töskunni minni útá götu, togað í hárið mitt, lamið mig og meitt mig). Kom grátandi heim á hverjum einasta degi og þorði ekki i skolann afþvi að ég vissi ekki hversu mikið það myndi verða næsta dag. kom heim blæðandi rifnum fötum búið að eyðileggja dótið mitt og gert grín af því hvernig hárið á mér er, þó að ég sé með krullur og gróft hár þá er ég ekki rolla !
Hvað gerði ég ykkur eiginlega ?
Alla vega ekkert það slæmt að þið hafið haft ástæðu til að gera mér lífið leitt daglega.
Ég kem heim úr skólanum og þetta heldur áfram. Það er drullað yfir mig nafnlaust á netinu með ógeðslegum hlutum eins og
Alla vega ekkert það slæmt að þið hafið haft ástæðu til að gera mér lífið leitt daglega.
Ég kem heim úr skólanum og þetta heldur áfram. Það er drullað yfir mig nafnlaust á netinu með ógeðslegum hlutum eins og
„Þú líkist frekar Rollu“,
„Þú getur hoppað uppí þrönga rassinn á þér!“
„Þú ert fokkin glötuð!!!“
„Ég hef varla séð feitari manneskju en þig.“
„Þú ert ástæðan fyrir að Ísland er talin vera feitasta þjóð Evrópu.“
„Þú ert hlussa“
„Bíð enn eftir fréttinni í blaðinu um sjálfsmorðið þitt“
„Aumingi“
„Þú ert spikfeit og ljót, eina ástæðan fyrir að þú átt vini er því fólk vorkennir ´þér svo, kærastinn þinn er forljótur og þú varst lögð í einelti
Það þýðir bara að þú sért aumingi að geta ekki varið þig“
Það þýðir bara að þú sért aumingi að geta ekki varið þig“
„Helvítis drasl“
„Hengdu þig bara, það vill þig enginn augljsólega því þú varst lögð í einelti.“
„Farðu þá í megrun belja.“
„Ekki skrýtið að allir eru að dissa þig, fuuuuuuuuuuck you reyndu að skilja eitthvað í þinn rolluhaus.“
„HAHA Valur á ekki rollu skilið hann sökk pottþétt inni fituna þin þegar þið voruð að gera það!!“
Ég hef meirað segja heyrt frá eh útlendingum sem ég þekki ekkert „maybe lose some weight you fat cunt“ og ég get haldið ENDALAUST áfram.
Ég er komin með svo mikið ógeð á þessu, oft hugsa ég bara hvort það væri ekki bara betra ef ég myndi bara fremja sjálfsmorð, einn skurður og það er nóg. Eitt hopp. Þótt ég brosi þarf ekki allt að vera yndislegt!
Ég er komin með svo mikið ógeð á þessu, oft hugsa ég bara hvort það væri ekki bara betra ef ég myndi bara fremja sjálfsmorð, einn skurður og það er nóg. Eitt hopp. Þótt ég brosi þarf ekki allt að vera yndislegt!
Einelti er ógeðslegt og enginn vill verða fyrir því!.
En það er allt í lagi, ég tek þessi ekki nærri mér, ekki alltaf allavegana en ef ég geri það þá er það bara í smástund, svo held ég bara áfram að lifa lífinu. Á líka vini sem elska mig og segja t.d.: þustegelskaþigogeggeriekki bilþviþaðerekkiplássfyrirp orfectaribestuvinkonuuu!! ” og það er alveg MIKLU sjaldgæfara heldur en allt sem ég segi hérna fyrir ofan, en í hvert eitt og einasta skipti sem ég fæ eh jákvætt þá lýður mér miklu betur.
Takk fyrir að lesa.
En það er allt í lagi, ég tek þessi ekki nærri mér, ekki alltaf allavegana en ef ég geri það þá er það bara í smástund, svo held ég bara áfram að lifa lífinu. Á líka vini sem elska mig og segja t.d.: þustegelskaþigogeggeriekki
Takk fyrir að lesa.