Grínistinn Sarah Silverman lenti í óskemmtilegri reynslu í síðustu viku og sagði frá því á Facebooksíðu sinni á miðvikudag.
Sjá einnig: Sarah: „Mér líður eins og ég sé með heimþrá, en ég er heima.“
Hún fór á læknavaktina með mikla hálsbólgu. „Ég veit ekki af hverju ég var einu sinni að fara til læknis út af þessu,“ sagði hún í færslunni. Það kom þá í ljós að hún var með mjög alvarlega barkabólgu. Í sumum tilfellum getur barkabólga orðið það alvarleg að hún lokar fyrir öndunarveginn og segist Sarah vera heppin að vera á lífi. Hún sagði í færslunni að hún væri þakklát fyrir alla umönnunina sem hún fékk á spítalanum en hún var á spítalanum í 5 daga.