Ljóslifandi og afar áþreifanleg minning um hugrakkan hermann frá fyrri heimssstyrjöld lifir enn, þó ekki á þann máta sem ætla mætti.
Hubert Rochereau þjónaði franska hernum meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð, en hann andaðist þann 26 apríl 1918 og laut þannig í lægra haldi fyrir óvininum meðan bardagi geysaði í Belgíu. Þetta kemur fram á Huffington Post, en foreldrar Hubert, sem yfirkomnir af sorg sóru þess dýran eið að hrófla ekki við neinu í herberginu hans, héldu öllu óbreyttu frá brottfarardegi sonarins sem aldrei sneri til baka úr styrjöldinni.
Ljósmynd: Matthieu Bock
Þegar húsið var selt árið 1936, létu foreldrar Hubert setja inn sérstaka klásúlu í kaupsamning sem kveður á um að ekki skuli hróflað við neinu í herbergi Hubert næstu 500 árin. Allt skal varðveita og einungis má þrífa og þurrka af munum, en ekkert fjarlægja. Í dag er liðin nær öld frá andláti hugrakka hermannsins og herbergið stendur enn óhreyft, nákvæmlega eins og Hubert skildi við allt þegar hann lagði upp í stríðið sem seinna meir kostaði hann lífið.
Ljósmynd: Matthieu Bock
Í svefnherbergi Hubert má sjá persónulegar eigur hans, þar á meðal voldugt byssusafn, stunginn og mölétinn herjakka og minnismerki.
Ljósmynd: Matthieu Bock
Í viðtali við franska blaðið Nouvelle République segir núverandi eigandi hússins, Daniel Farbe, að klásúlan hafi ekkert lagalegt gildi í sjálfu sér, heldur sé einungis beiðni fyrrum eigenda og að hann hafi efnt sinn hluta loforðsins til að heiðra gömlu hjónin og látinn son þeirra.
Ljósmynd: Matthieu Bock
Herbergið þjónar því hjartnæma hlutverki að varðveita minningu fallins hermanns og felur í sér nær ómæld sagnfræðileg verðmæti, en Hubert hefur þó hlotnast fremri heiður frá falli sínu í stríðinu. Þannig var hann einnig sæmdur Heiðursorðunni fyrir hugrakka framgöngu. Þá má einnig sjá nafn Hubert blasa við á minnismerki í Libourne, Frakklandi, þar sem herdeild hans var staðsett.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.