Beðið er í ofvæni eftir að afkvæmi Katrínar hertogaynju og Vilhjálms Bretaprins komi í heiminn. Það gæti hugsanlega átt sér stað hvað úr hverju en laugardagurinn 25.apríl er vinsælasta dagsetningin í veðbönkum víða um heim. Katrín mun eiga barn sitt í svokallaðri Lindo álmu sem tilheyrir St. Mary´s sjúkrahúsinu í vesturhluta London.
Sjá einnig: Kate Middleton: Sást í 7000 króna kjól og setti vefverslun á hliðina í kjölfarið
Lindo álman inniheldur 17 fæðingarsvítur. Að fæða barn í slíkri svítu kostar um og yfir milljón. Sé barnið tekið með keisaraskurði kostar það tæplega hálfa milljón til viðbótar.
Svíturnar prýða rándýr listaverk, meistarakokkar sjá um að elda matinn og er foreldrum boðið upp á kampavín þegar barn þeirra er komið í heiminn.
Hörðustu aðdáendur konungsfjölskyldunnar eru nú þegar farnir að safnast saman fyrir utan spítalann. En enginn vill missa af því þegar hertogaynjan og prinsinn koma út á tröppur með nýfætt barnið.
Sjá einnig: Kate Middleton: Farin að grána og tekur því fagnandi
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.