Hið himneska Himalayan-salt – Gott að vita!

Þú hefur kannski heyrt um Himalayan-salt áður, eða notar það jafnvel, en þú vissir kannski ekki allt um þetta dásamlega salt.

Himalaya fjöllin teygja sig yfir alla Asíu, allt frá Kína, til Nepal, Mayanmara, Pakistan, Bhutan, Afganistan og Indlands. Stærsta fjall heims, Mount Everest hvílir einnig á þessum fræga og stóra fjallgarði.

Sjá einnig: Húsráð: Sjö sniðugar leiðir til þess að nota salt

ss

Fyrir um það bil 200 milljón árum mynduðust saltkristallar í miklu magni og liggja þeir nú djúpt inni í fjallabeltinu. Lag af hrauni huldi síðan fjöllin og varð til þess að saltið varðveittist án utanaðkomandi áhrifa.

Án áhrifa frá umhverfinu og árstíðum, hefur saltið verið við kjöraðstæður frá því það myndaðist og er því talið eitt hreinasta salt veraldar.

Saltið kemur í ýmsum bleikum tónum, rauðum og hvítum, en það er vegna allra þeirra steinefna sem í því finnast og annarra heilnæmra efna.

Sjá einnig: Detox bað sem róar og hreinsar

Hlutfallslega minna er af sódíum í Himalayan-salti miðaða við önnur sölt, þrátt fyrir að undirsöðu byggingin sé sú sama, en saltið kemur í stærri kornum eða flögum og taka því minna pláss á teskeið.

Það inniheldur rúmlega 80 steinefni. Bleika Himalayan saltið hefur 85,62% sódíum klóríð, á meðan 14,38% eru steinefni á borð við súlfat, magnesíum, kalsíum, kalíum, bíkarbónat, brómíð, bórat, strontíum, og flúor.

Sjá einnig: Máttur Epsom saltsins

Þessi efni hjálpa til við að:

–  Jafna út blóðsöltin

–  Auka á vökvun líkamans

–  Jafna út pH gildi líkamans

–  Koma í veg fyrir vöðvakrampa

–  Lækkar blóðþrýstinginn

–  Bæta blóðrásina

–  Styrkja beinin

–  Sagt hefur verið að efnin aðstoða kynhvötina, dragar úr öldrunarmerkjum, losa líkamann við eiturefni af völdum þungmálma.

Svo nú er spurningin hvort að það gæti ekki verið sniðugt fyrir þig að skipta úr hinu hefðbundna salti fyrir Himalayan-salt í þágu heilsu þinnar?

SHARE