Hilary Duff er á Tinder

Erlendir slúðurmiðlar hafa velt sér vel og vandlega upp úr því síðasta sólarhringinn, að leik- og söngkonan Hilary Duff sé á Tinder. Hilary, sem nýlega skildi við eiginmann sinn, hefur staðfest að þetta sé raunverulega hún sem er að nota stefnumótaforritið góða og að ekki sé um neitt plat að ræða.

Sjá einnig: Instagram dagsins: Hilary Duff styður Bláan apríl

281C379B00000578-0-image-a-28_1430242420597

Í viðtali við Ryan Seacrest útskýrði Duff að þetta hefði byrjað sem brandari á milli hennar og vinkvenna hennar. En svo hafi hún byrjað að spjalla við nokkra stráka og endað á því að fara á stefnumót með einum þeirra.

Ég bjóst aldrei við því að neitt myndi gerast. Svo byrjaði ég að eiga samskipti við nokkra aðila í gegnum forritið og þeir reyndust vera ósköp venjulegir strákar. Þannig að ég endaði á stefnumóti með einum þeirra. Hann heitir Tom, við fórum í keilu og töluðum saman út í eitt. Hann var virkilega áhugaverður.

Duff viðurkenndi svo fyrir Seacrest að hún væri að íhuga annað stefnumót með Tom. Að vísu ætti hún eitt stefnumót með einum öðrum manni fyrst. Sem hún hitti líka á Tinder.

,,I´m a Tinder animal”, sagði hún svo og hló.

Sjá einnig: Hilary Duff viðurkennir að vera alltaf í erfiðleikum með að grennast

SHARE