Himnesk kjúklingasúpa með ferskjum

Langar að prufa þessa frá Ljúfmeti.com svona rétt fyrir jólin.

Kjúklingasúpa með ferskjum

  • 1 stór laukur (smátt saxaður)
  • smjör
  • 3-4 tsk karrýmauk (ég nota  Pataka´s mild curry paste, coriander & cumin)
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 ½  dós niðursoðnir tómatar
  • 5 dl kjúklingasoð (vatn og 2 kjúklingateningar)
  • 1 lítil dós tómatpuré
  • 1/2 líter rjómi
  • 1 stór dós niðursoðnar ferskjur
  • 3 kjúklingabringur.

Bræðið smjör og karrýmauk í potti og bætið lauknum í. Látið laukinn mýkjast við vægan hita. Bætið tómötum, tómatpuré, kjúklingasoði, hvítlauk og rjóma saman við og látið sjóða við vægan hita í ca 10 mínútur.

Skerið ferskjurnar smátt niður og bætið út í ásamt safanum. Látið sjóða áfram í aðrar 10 mínútur.

Skerið kjúklingabringurnar smátt og steikið á pönnu upp úr smjöri. Saltið með maldonsalti. Bætið kjúklingabitunum út í súpuna og látið hana sjóða í 5 mínútur til viðbótar.

Ísfugl logo 120x70 pix_transp[1]

SHARE