Þessar eru dísætar og algerlega spari frá Allskonar.is
Himneskar smákökur
- 125 gr kókosmjöl
- 125 gr sykur
- 3 eggjahvítur
- 200 gr marsipan
- börkur af 1 sítrónu
- 175 gr súkkulaði í bitum
Undirbúningur: 10 mínútur
Bökunartími: 15 mínútur
Hitaðu ofninn í 180°C.
Ristaðu kókosmjölið á pönnu, leyfðu því að kólna.
Þeyttu eggjahvíturnar þar til þær eru stífar, rífðu börkinn út í og blandaðu sykrinum saman við. Saxaðu marsipanið fínt eða settu í matvinnsluvél, blandaðu svo varlega saman við eggjahvítublönduna. Bættu kókosmjölinu og súkkulaðibitunum varlega saman við.
Settu á bökunarpappír á plötu með testkeið, hafðu gott bil á milli. Bakaðu í 15 mínútur eða þar til kökurnar verða gullinbrúnar í kantana. Það er auðveldast að ná þeim af plötunni þegar þær hafa kólnað örlítið, þær eru mjög linar þegar þær koma út úr ofninum. Láttu kólna á grind.
Endilega smellið á like á Facebook síðu Allskonar
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.