Hin 47 ára gamla Nicole Kidman vonast til að verða ólétt

Leikkonan Nicole Kidman vill ólm stækka fjölskylduna sína en í nýlegu útvarpsviðtali sagðist hún vonast til að vera orðin ólétt.

Nicole var í viðtali á áströlsku útvarpsstöðinni Kiis 1065 á föstudaginn síðastliðinn þegar hún greindi frá þessum vonum sínum. Hún sagðist þó gera sér grein fyrir því að aldurinn gæti gert henni þetta erfitt fyrir.

I´m 47, it won´t happen.

Ungfrú Kidman ættleiddi á sínum tíma tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Tom Cruise þau Connor 19 ára og hina 21 eins gömlu Isabelle. Í dag er Kidman gift tónlistarmanninum Keith Urban og eiga þau saman tvær stúlkur, Sunday 6 ára og Faith 3 ára.

Þáttastjórnandinn Jackie O benti á það að að vinkona hennar hafi orðið ólétt 49 ára gömul sem gladdi Kidman mikið.

Amma Kidman eignaðist sitt síðasta barn einnig 49 ára gömul svo Kidman heldur enn í vonina þó hún viðurkenni að Keith yrði ekki jafn glaður yrði hún ólétt.

nicole-kidman-7-435

article-1340671-06078864000005DC-418_468x464

 

SHARE