SKYRTA er ungt fyrirtæki sem sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynna, í skyrtum bæði á karla og konur.
SKYRTA hefur unnið að undirbúningi vörulínu sinnar en fyrirtækið byggir á stórsniðugu viðskiptamódeli sem tryggir það að allir fái nákvæmlega réttu skyrtuna.
Leslie Dcunha, stofnandi SKYRTA, segir að upphaflega hafi hugmyndin sprottið út frá því að hann þekki marga sem eigi erfitt með að finna skyrtur sem passi vel. Til dæmis að ef þeir finni skyrtu sem passi vel yfir axlir þá séu ermarnar allt of langar eða ef hún passi vel á búkinn þá séu þær of stuttar.
“Við ákváðum að sérsauma allar okkar skyrtur og tókum á okkur það metnaðarfulla verkefni að sauma eftir máli á alla viðskiptavini okkar,” segir Leslie. “Þegar við mætum á svæðið og tökum mál af fólki þá getum við einnig boðið fólki að velja sér lit, efni, kraga, ermar osfrv. og veitir okkar stílista tækifæri til að gefa fólki einnig góð ráð varðandi val á sniði, lit og útfærslum.”
SKYRTA selur gjafabréf sem eru tilvalin jólagjöf fyrir þann sem á allt, en nú fer einnig hver að verða síðastur til þess að panta hina fullkomnu jóla og áramótaskyrtu fyrir jólin.
Þegar þú kaupir skyrtu hjá SKYRTA er ferlið einfalt.
1. Kaupir, eða færð gjafabréf frá SKYRTA og óskar eftir tíma með stílista sem kemur til þín á höfuðborgarsvæðinu.
2. Stílisti fer yfir allar útfærslur og efni með þér, tekur mál og setur hina fullkomnu skyrtu saman fyrir þig.
3. 3 vikum eftir fund með stílista SKYRTA færð þú í hendurnar þína sérsaumuðu skyrtu.
4. SKYRTA geymir upplýsingarnar um þig þannig að ef þig vantar aðra síðar er lítið mál að óska eftir sömu pöntun í öðrum lit eða annari útfærslu gegnum tölvupóst eða síma.
Þú getur keypt gjafabréf SKYRTA HÉR