Það má alltaf læra eitthvað nýtt og bæta við þekkingu. Allar konur eiga að stunda sjálfsfróun reglulega, læra á líkama sinn og njóta þess. Þessi grein er af vef RedBook og er frábær leiðarvísir fyrir konur til að stunda hina fullkomnu sjálfsfróun.
Þetta eru 8 atriði:
1. Komdu þér í stuð – Það skiptir öllu máli að vera í stuði fyrir að fróa þér. Það er misjafnt hvað kemur konum í stuð. Sumar vilja bara leggjast niður og slaka á til að komast í stuð, aðrar fara í sturtu, bera á sig krem, kveikja á kertum og tónlist og gera umhverfið extra notalegt.
2. Tryggðu að þú fáir frið – Ef þú vilt slaka vel á og komast í stuð verður þú að passa að þú verðir ekki trufluð. Flestir stunda sjálfsfróun í sínu eigin svefnherbergi þegar aðrir af heimilinu eru ekki heima. Það er líka mjög sniðugt að slökkva á hljóðinu á símanum þínum svo hann trufli þig ekki.
3. Snípurinn – Flestum konum finnst auðveldara að fá fullnægingu með því að örva snípinn frekar en að fá fullnægingu í gegnum leggöng fyrst til að byrja með. Ef þú veist ekki enn hvar snípurinn þinn er þá er það litli nabburinn sem stækkar örlítið þegar þú verður kynferðislega æst. Hann er staddur rétt fyrir ofan leggöngin sjálf. Utan um hann er húð og hann er mjög næmur, sérstaklega rétt eftir fullnægingu. Til að örva hann, prófað þá að nudd hann létt með fingrunum. Þú gætir komist að því að það er of mikið því hann er svo næmur. Þá er gott að nudda bara í kringum hann, ekki beint á hann. Byrjaðu bara rólega og auktu frekar hraðann og þrýstinginn. Þegar þú hefur fengið fullnæginguna þá minnkar þú hraðann og þrýstinginn að sjálfu sér því snípurinn verður einstaklega viðkvæmur.
Sjá einnig: 6 mistök sem karlmenn gera í kynlífinu
4. Finndu G blettinn þinn – Önnur tegund fullnægingar er fullnæging með því að örva G blettinn. Áður en þú ferð að örva G blettinn þarftu auðvitað að finna hann. Það virðist bara vera hægt að finna hann ef þú ert kynferðislega æst.
G bletturinn er inni í leggöngum þínum, á ysta vegg ganganna, ef svo má að orði komast. Það eru nokkrar leiðir til að örva G blettinn. Þú getur sett fingur inn í leggönginn og gert „Komdu hérna“ hreyfingu með fingrunum.
5. Notaðu sleipiefni – Ef þú átt erfitt með að fá fullnægingu eða vilt einfaldlega fá meira útúr sjálfsfóuninni, notaðu þá sleipiefni. Það eru til nokkrar týpur af sleipiefni, sumar eru vatnskenndar, aðrar olíukenndar svo þú verður að prófa þig áfram.
6. Notaðu leikföng – Það er gott að nota kynlífsleikföng til að fá betri fullnægingu. Það eru til margar frábærar tegundir af leikföngum sem þú ættir svo sannarlega að prófa.
Víbratorar eru örugglega mjög góðir svona fyrir þá sem eru að byrja. Passaðu bara að kaupa ekki þann allra ódýrasta svo hann sé með stillanlegum hraða.
Sjá einnig: 11 staðreyndir sem þú þarft að vita ef þú stundar kynlíf
7. Klám – Sumar konur elska að nota klám þegar þær stunda sjálfsfróun…. aðrar geta það bara engan veginn. Þetta er mjög einstaklingsbundið. Ef þú hefur ekki prófað það og þig langar að krydda upp á sjálfsfróunina, prófaðu þá að horfa á klám. Ef þú fílar það, þá gæti þetta aukið unaðinn. Ef ekki þá skaltu sleppa því.
8. Erótík – Margir sjá erótískar bækur sem klám fyrir konur. Það er ekkert endilega málið. Sumar konur fíla erótík, aðrar ekki. Það gæti verið gaman að prófa eina erótíska bók til að sjá hvort þú lærir kannski eitthvað nýtt um þig og þínar fantasíur.