Hindberja ostakaka

Hindberja ostakaka

Hindberjasósa
125 gr hindber
100 gr sykur

Botninn
150 gr digestive kex
90 gr smjör, bráðið
125 gr hindber

Fylling
250 gr mascarpone ostur
2.5 dl sýrður rjómi
2 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur

 

Byrjið á því að útbúa hinberjasósuna. Sjóðið saman hindberin og sykurinn í 1/2 dl vatni, látið sjóða í u.þ.b 5 mínotur eða þar til sósan þykknar. Siktið sósuna, ágætt er að láta hana renna í gegnum tauklút til að skilja fræin frá sósunni. Látið kólna.

 

Myljið kexið og blandið því saman við smjörið. Setjið kexið í smurt lausbotna kökuform og þjappið kexinu niður í botninn.

 

Leggið 2/3 af hinberjunum á botninn og raðið þeim meðfram kökuforminu. Dreifið restinni af berjunum á botninn.

 

 

Hrærið saman mascarpone ostinum og sýrða rjómanum, bætið flórsykrinum og vanillusykrinum saman við. Smakkið til og bætið við meiri flórsykri ef þið viljið ostakökuna sætari. Hellið svolítið af hindberjasósunni yfir berin. Hellið ostinum og sósunni samhliða í formið, hrærið örlítið í ostinum með pinna eða gaffli en ekki of mikið, sósan og osturinn má ekki blanda alveg saman. Ef eitthvað er eftir af sósunni má sáldra henni yfir kökuna. Kælið í að minsta kosti 3 tíma eða setjið í frystinn.

 

Endilega smellið á like á Facebook síðu systrana

SHARE