Hinn eini rétti maskari

Ég, eins og við mörg, er sífellt að leita að hinum einum rétta maskara. Það er misjafnt hvað við viljum fá úr maskaranum okkar, en ég held að við flest viljum að hann þykki og lengi augnhárin.

Ég hef prófað þá ófáa í gegnum tíðina og veit núna að ég til dæmis þoli ílla maskara sem eru með gúmmí bursta. Það er eitthvað við þá sem ertir í mér augun og mig klæjar alveg svakalega, en það er annað mál. Ég hef líka lært að þurrari formúlur eru ekki endilega verri .

 

Maskarinn sem ég er að nota núna heitir Big and Bold og er frá MAC. Formúlan er í þurrari kantinum en hrynur samt ekkert niður. Það er einn bursti fyrir efri augnhár og annars pínu pons fyrir neðri augnhárin, þessi gerir allt sem ég vil úr maskara. Ég á pottþétt eftir að kaupa þennan aftur.

mac_sku_S37N01_640x600_0

Þessi fæst í MAC Smáralind og Kringlunni.

 

Svo er annar maskari sem ég kaupi mér alltaf aftur og aftur, er frá merkinu Too Faced og heitir Better than sex.

s1533439-main-zoom

Hann gerir allt sem ég vil, þykkir, lengir án þess að klessa augnhárin öll saman og hann hrynur ekkert niður. Ég hef prófað bæði vatnsheldan og ekki vatnsheldan og finnst sáralítill munur á þeim, aðallega bara að það er erfiðara að ná þessu vatnshelda af. Hann fæst því miður ekki hér á landi en ég mæli með honum ef þið komist í Too Faced einhversstaðar.

Næst er það einn klassískur frá Maybelline. Colossal Big Shot. Hvað get ég sagt? Ég er alltaf jafn hrifin af þessum og á yfirleitt alltaf einn svona ofaní skúffu.

Maybelline-Colossal-Big-Shot-Mascara-95ml-730197

Hann bara klikkar ekki.  Hann fæst t.d. í Hagkaup.

Og síðastur en ekki sístur er þessi elska frá MAC – Extended Play Lash.. love it ! Hann greiðir svo vel úr augnhárunum, klessist ekki, lengir vel og hrynur ekki. mac_sku_MK8L01_640x600_0

Þessi fæst líka í MAC Smáralind og Kringlunni.

SHARE